- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Huginn, skólafélag Menntaskólans á Akureyri, blæs til árlegrar veislu föstudaginn 22. nóvember. Árshátíðin er meðal stærstu viðburða í félagslífi skólans og í hugum margra markar hún nokkurs konar upphaf jólavertíðar. Aðventan nálgast óðfluga, próftíð í desember fylgir í kjölfarið og aðeins 39 dagar eftir af árinu þegar þarna er komið sögu.
Undirbúningur fyrir árshátíðina er nú í fullum gangi. Árshátíð síðasta vetrar markaði tímamót þar sem fjórir nemendaárgangar skemmtu sér saman í Íþróttahöllinni í síðasta skipti. Að sama skapi verður hátíðin í ár sérstök þar sem þrír árgangar koma saman í fyrsta skipti eftir að stytting námstíma til stúdentsprófs komst til framkvæmda.
Páll Óskar Hjálmtýsson, ClubDub, Joey Christ, Dj Dóra Júlía og Þuríður og Hásetarnir munu stíga á stokk. Þá má ekki gleyma öllum þeim fjölda skemmtiatriða sem koma úr röðum heimafólks. Án efa verður kátt í Höllinni á þessum 326. degi ársins.