La Defence, Mynd: Tom Wright
La Defence, Mynd: Tom Wright

Eins og undanfarin ár fer hópur nemenda Menntaskólans á Akureyri til Parísar í dymbilvikunni.  Í ár eru þetta frönskunemendur af náttúrufræði- og málabraut sem fara til borgar ljóssins.  Nemendur hafa sjálfir safnað fyrir ferðinni, selt fisk og fleira til að standa undir kostnaðinum. 

Örn Þór Emilsson frönskukennari er fararstjóri í þessari ferð, sem er sú tíunda sem hann fer með nemendur að skoða Parísarborg. Dagskráin er viðamikil, en gist verður í Latínuhverfinu og farið þaðan í kynnis- og skoðunarferðir alla vikuna vítt og breitt um borgina, lagt af stað héðan 1. apríl og komið til baka þann áttunda. Örn segir að í þessari ferð sé þemað kirkjur og sigurbogar, en ferðirnar eru svoítið ólíkar hver annarri. Svo mikil ánægja sé með ferðirnar að nemendur séu þegar farnir að skipuleggja söfnun fyrir farareyri á næsta og þarnæsta ári.