- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Eitt af þeim verkefnum sem nemendur fyrsta bekkjar vinna í tengslum við námsferðina í Mývatnssveit er að búa til póstkort með myndum og textum um ferðina. Þessi póstkort eru oftast eitthvað miklu meira en nafnið gefur tíl kynna og nemendur hafa frjálsar hendur um það hvernig þeir gera þau úr garði.
Að þessu sinni voru póstkortin afskaplega fjölbreytt. margir sendu inn myndabækur, dagatöl, flöskuskeyti, jafnvel vatnslitamyndir og heklaðan köngulóarvef. Sjón er sögu ríkari og póstkortin eru nú til sýnis á ganginum við stofu 2 á Hólum.