Nemendur í náttúrulæsi fóru á dögunum í Mývatnssveit og hafa nú skilað verkefnum úr ferðinni, þar sem hæst ber póstkortin. Að vísu má segja að hugmyndin um póstkort með myndum og minningum úr ferðinni hafi smátt og smátt þróast og hlaðið utan á sig þannig að í sumum tilfellum eru verkefni para og einstaklinga í þessum lið námsins miklu fremur snilldarhandverk og að baki verkanna gríðarleg útsjónasemi og hugvit.

Að þessu sinni voru póstkortin óvenju vel heppnuð, efnismikil og unnin af alúð og meðaleinkunn hefur aldrei verið nándar nærri eins há, enda tindraði gleðin í augum Einars Sigtryggssonar kennara, sem hefur yfirumsjón með þessum lið námsins.

Póstkortin, sem við köllum enn svo, eru til sýnis við korktöflu náttúrulæsis gegnt stofu 2 á Hólum, en hér eru nokkrar myndir af hluta þeirra.

 

Póstkort Póstkort

 

 

 

 

 

 

 

 

 

.

PóstkortPóstkort