- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í 4. bekk voru í morgun í íslenskuprófi, sem var svolítið öðruvísi en áður. Allir nemendur voru með fartölvu og svöruðu prófum sínum með þeim. Þeir fengu prófverkefnin í Moodle - kennsluumhverfinu og höfðu þar aðgang að gögnum sem nota mátti við lausn verkefnanna. Svörin sendu þau að lokum inn á lokuð svæði á Moodle. Meðal verkefna má nefna texta sem þurfti að þýða á vandaða íslensku, myndapróf sem tengdist efni goðsagna auk þess að leita þurfti skýringa á hugtökum af ýmsu tagi og skrifa geinargerðir um það.
Það var ekki að sjá annað en að þessi aðferð heppnaðist vel, nemendur voru afar vinnusamir meðan á próftímanum stóð og það var gott hljóð í þeim og þeim hafði þótt þægilegt og gott að vinna með þessu móti, sem fyrstir komu út úr prófstofunum.