- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Það styttist óðfluga í lok þessarar sérstöku vorannar. Kennsla og nám verður með rafrænum hætti til loka annar eins og áður hefur komið fram, og verið hefur allt frá 16. mars.
Nú er orðið ljóst að engin próf sem tilheyra vorönn 2020 verða haldin í húsi (í skólanum), hvorki regluleg próf né endurtökupróf úr vorannaráföngum. Kennarar munu upplýsa nemendur um breytingar á námsmati í þeim áföngum sem átti að ljúka með prófi. Einhverjir munu verða alfarið símatsáfangar en öðrum lýkur með rafrænu prófi. Próftafla nemenda uppfærist í Innu í vikunni. Ekki er alveg komið á hreint hvernig fer með endurtökupróf í áföngum frá haustönn, mögulega verður hægt að hafa einhver próf í skólanum en öðrum verður jafnvel frestað fram í ágúst.
Að sögn skólameistara hefur starfið gengið mjög vel frá skólalokun; ,,Nemendur og starfsfólk hafa reynt að finna bestu lausn á þeim verkefnum sem upp hafa komið en við þurfum að vera dugleg að hvetja þá sem finna sig síður í svona fjarnámi og kennslu. Við söknum félagslífsins sem allt er rafrænt þessar vikurnar og í þessari viku eru t.d. rafrænar skólafélagskosningar."