- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Er stressið farið að gera vart við sig?
Viltu ná tökum á prófkvíðanum?
Viltu læra að skipuleggja próflesturinn betur?
Þá er um að gera að kíkja á prófkvíða- og próftækninámskeið. Þar færð þú kynningu á aðferðum við að ná tökum á prófkvíða og próftækni. Farið verður í tímastjórnun, mikilvægi jákvæðra hugsana, slökun, prófaundirbúning, aðstæður sem kalla fram kvíða, einkenni kvíða og hvernig best er að ná tökum á kvíðanum.
Námskeiðið verður haldið í Norðursal, þriðjudaginn 26. nóvember, miðvikudaginn 27. nóvember og föstudaginn 29. nóvember klukkan 13 til 13:45 alla dagana. Æskilegt er að mæta öll þrjú skiptin. Ekki þarf að skrá sig – bara mæta. Við tökum vel móti þér.
Bestu kveðjur
Heimir, Lena og Stína