- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Haustannarprófum lýkur núna í vikulokin, flestum á fimmtudag en fáein próf eru á föstudag. Sjúkrapróf verða flest mánudaginn 25. janúar, örfá á þriðjudeginum. Endurtökupróf, sem í boði eru, verða fimmtudaginn 28. janúar. Tafla yfir sjúkra- og endurtökupróf verður birt hér á ma.is
Kensla á vorönn hefst klukkan 13:05 mánudaginn 1. febrúar. Prófsýningar verða um morguninn, á bilinu klukkan 09.00-12.00. Eðlisfræðikennarar munu boða 2. bekkinga á fund um eðlisfræðina.
Þorrastefna kennara og annarra starfsmanna verður miðvikudaginn 27. janúar. Þar verður aðallega fjallað um námsmat, þrepaskiptingu námsins og fleira er varðar breytingar á skólakerfinu og upptöku sveigjanlegra námsloka. Björk Þorgeirsdóttir frá Kvennaskólanum kemur og ræðir við fundarmenn um það.
INNA verður opnuð með einkunnir upp úr klukkan 9 að morgni föstudags.
Stundaskrár á INNU verða sýnilegar fimmtudag eða föstudag, 28. eða 29. janúar.
Og svo nálgast vorið...