- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Haustannarpróf standa nú yfir í MA, eins og jafnan á þessum tíma árs. Nú er seinni prófavika og reglulegum prófum lýkur í vikulok. Sjúkrapróf eru fyrirhuguð á mánudag.
Að sögn Sigurlaugar Önnu Gunnarsdóttur aðstoðarskólameistara hefur prófhald gengið vel en eitthvað hefur þó verið um veikindi nemenda. Leitast verður við að halda sjúkrapróf á mánudag. Upplýsingar um þau verða birtar á auglýsingatöflu í anddyri Hóla og undir tenglinum Sjúkrapróf á forsíðunni á Vef MA.
Einkunnir fá nemendur birtar á síðu sinni á INNU. Þeir geta því aðeins séð þær að þeir skrái sig á INNU með lylilorði sínu. Fyrsta birting einkunna verður eftir hádegi á föstudag, síðan birtast þær jafnóðum og þær verða skráðar.
Skólastarf á vorönn hefst mánudaginn 31. janúar með kennarafundi fyrir hádegi en eftir hádegi verða prófsýningar, eins og nánar verður auglýst á töflu í anddyri Hóla. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 1. febrúar.