- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Miðvikudaginn 27. maí funduðu menntamálaráðherra og aðstoðarmaður hans með Jóni Má Héðinssyni skólameistara, Sigurlaugu Önnu Gunnarsdóttur aðstoðaraskólameistara, Arnbjörgu Sigurðardóttur formanni skólanefndar MA og Guðjóni Haukssyni formanni kennarafélags MA.
Fundarefnið var að leiðrétta þá stefnu sem umræðan um samstarf framhaldsskóla á Eyþingssvæðinu var komin í. Á fundinum tók ráðherra það skýrt fram að aldrei hafi legið fyrir ákvörðun í ráðuneytinu um sameiningu þessara skóla. Hann ætlar að byrja upp á nýtt, allir skólarnir fimm komi saman að borðinu í upphafi, skólastjórnendur, skólanefndir og bæjar- og sveitastjórnir. Ráðherra mun senda erindisbréf til þessara aðila um að finna farsæla lausn á því hvernig skólahaldi og menntun ungmenna á svæðinu verði best fyrir komið.
Þar með fellur úr gildi bréf um „Stöðu og framtíð Menntaskólans á Tröllaskaga, Menntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans á Húsavík“ frá 6. maí.
Fréttastofa RÚV mætti á staðinn og tók viðtal við ráðherra í Kvos skólans við þetta tækifæri. Það viðtal er að finna í Sarpi RÚV í kvöldfréttum dagsins. Umfjöllunin byrjar á þegar 6:25 mínútur eru liðnar af fréttatímanum.