- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kom í heimsókn í Menntaskólann á Akureyri í dag. Jón Már Héðinsson ávarpaði ráðherra og nemendur á Sal og veitti Lilju gulluglu skólans. Ráðherra ávarpaði nemendur, þakkaði heiður sér sýndan og lýsti ánægju með að heimsækja skólann. Hún hefði verið í MR og sagðist finna fyrir sameignlegum fornum anda þessara gömlu skóla. Síðan svaraði hún nokkrum spurningum, sem flestar lutu að styttingu náms til stúdentsprófs. Að lokum fór hún í skoðunarferð um skólahúsin með skólameistara.