Nemendur í 10. bekk á Akureyri og nágrenni komu í heimsókn í MA í mars til að kynna sér námsframboð og félagslífið í skólanum en nú gefst forráðafólki um land allt einnig tækifæri til að kynna sér námið og skólalífið í MA. Þann 28. apríl verður rafrænn kynningarfundur og eru öll velkomin á þann fund.

Hægt er að tengjast fundinum á þessari slóð.

Einnig verður hægt að kynna sér hraðlínu og verður verkefnastjóri hraðlínu til viðtals. Hægt er að tengjast þeim fundi hér:

Innritun nemenda í 10. bekk hefst 25. apríl og stendur til 10. júní. Sótt er um skólavist á menntagatt.is, nema á hraðlínu sem er námskostur fyrir nemendur sem koma beint úr 9. bekk. Þá er sótt um beint í MA, sjá hér. Verkefnastjóri hraðlínu verður einnig með opinn fund í maí og þá verður hægt að koma í skólann til skrafs og ráðagerða og til að kynna sér þessa námsleið betur, nánari tímasetning auglýst síðar.