- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Ungir Íslendingar og áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma er rannsókn sem innan skamms verður í MA. Nemendum 18 ára og eldri verður boðin þátttaka. Rannsóknin er samþykkt af Vísindasiðanefnd, Persónuvernd og skólameistara. Rannsóknin í MA verður kynnt nemendum í næstu viku, en til samanburðar verða nemendur í Flensborgarskóla í Hafnarfirði rannsakaðir.
Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengustu sjúkdómar á Vesturlöndum. Þeir gefa sjaldan einkenni fyrr en um og yfir fimmtugt en áhættuþættir þeirra hafa oft verið til staðar lengi. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvort og að hvaða markii áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma sé að finna hjá ungum Íslendingum.
Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Dr. med Gunnar Þór Gunnarsson, fyrrum nemi í MA, sérfræðingur í hjartasjúkdómum á Sjúkrahúsinu á Akureyri og lektor við Læknadeild Háskóla Íslands.
.