- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Umfangsmikil rannsókn er í undirbúningi við Menntavísindasvið HÍ á starfsháttum í framhaldsskólum, skuldbindingu nemenda og þróun framhaldsskólakerfisins. Kannaðir verða náms- og kennsluhættir, námsumhverfi, stjórnun og skipulag skóla, skuldbinding nemenda til námsins viðhorf og þróun kerfisins í heild. Aflað verður gagna í nokkrum völdum framhaldsskólum, en Menntaskólinn á Akureyri er einn þeirra skóla sem valdir hafa verið til könnunar. Formaður verkefnisstjórnar er Ingólfur Á. Jóhannesson prófessor.
Sérstakur hluti rannsóknarinnar hefst vorið 2012. Markmið hans er að fá innsýn í það hvernig reyndir framhaldsskólakennarar hugsa um menntun, kennslu og nám. Þar verða einkum könnuð viðhorf kennara til samfaglegra þátta námskrár framhaldsskóla, sjálfbærni, lýðræðis, jafnréttis og fjölmenningar. Einnig verður kannað viðhorf kennara til breytinga á námskrám síðasta aldarfjóðrung. Áætlað er að taka viðtöl við nokkra kennara sem hafa 25–30 ára reynslu af framhaldsskólakennslu og eru í starfi við framhaldsskóla nú. Viðtölin taka Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Árný Helga Reynisdóttir meistaranemi við Menntavísindasvið, sem var enskukennari og brautarstjóri málabrautar í MA um árabil, en meistaraprófsverkefni hennar byggist á þessari rannsókn.