Úr græjukeppninni á Ratatoski 2009
Úr græjukeppninni á Ratatoski 2009

Ratatoskur er nafn á opnum dögum í Menntaskólanum á Akureyri. Ratatoskur hefur staðið nú í dag og í gær og nemendur hafa tekið þát í fjölbreyttum námskeiðum og fyrirlestrum. Dagskrána skipuleggja nemendur sjálfir en stjórn Hugins sér um hana. Kennt er samkvæmt stundaskrá tvo fyrstu tímana að morgni en síðan hefst hin viðamikla dagskrá, sem lýkur síðdegis í dag.

Meðal atriða á Ratatoski er keppni eðlisfræðideilar í tækjum og tólum, græjukeppnin svokallaða. Þar búa nemendur til tæki sem eiga að geta uppfyllt skilyrði og komið hlut á ákvörðunarstað. Kröfur um gerð tækja eru mismiklar eftir því hvar nemendur standa í námi, en þetta er jafnan spennandi og skemmtileg keppni. Hér eru myndir þaðan.

Dagskrá Ratatosks má sjá nánar á Vef skólafélagins, muninn.is

.