Mynd frá Brunnárhlaupi í fyrra
Mynd frá Brunnárhlaupi í fyrra

Ratatoskur er nafn á uppbroti í skólastarfinu þar sem stundaskrá hefur verið lögð til hliðar og nemendur sótt námskeið og fyrirlestra að eigin vali. Þetta hefur verið talsvert viðamikil dagskrá en í ár hangir aðeins minna á spýtunni, enda eru spyrtir saman Ratatoskur og heilsueflingardagar og í þetta eru lagðir tveir hálfir dagar, fimmtudagur frá hádegi fram til klukkan 16 og föstudagur frá klukkan 10 til 14. Nemendum hefur verið boðið upp á hafragraut við komuna í skólann og Brunnárhlaup verður háð á föstudag.

Margt er í boði þótt dagskráin sé stutt. Þar má nefna fyrirlestur Kristjáns Guðmundssonar á Dalvík, Gefstu aldrei upp, kynningar á flugnámi og lestaferðum á meginlandinu auk þess sem dansfélagið PríMA, mun kenna margvíslega dansa báða dagana. Á föstudag er til dæmis fjallað um nám að loknu stúdentsprófi og klukkan 11.00 hefst Brunnárhlaup við Gamla skóla. Þar er keppt um sérstakan bikar, sem hefur verið barist um árum saman.