Í dag, þriðjudag, og á morgun, miðvikudag, er Ratatoskur í Menntaskólanum á Akureyri. Þá er kennt samkvæmt stundaskrá fyrstu tvo tímana báða daga en það sem eftir er skóladags eru alls kyns fyrirlestrar, námskeið og kynningar á vegum skólafélagsins Hugins. Sumt er þar í umsjá nemenda, annað í höndum kennara og annarra starfsmanna og enn annað er aðfengið eða á öðrum vettvangi, til dæmis skautar i Skautahöllinni, parcour í fimleikahúsinu, úrbeining í Mötuneyti MA og svo framvegis.