Ratatoskur 2025
Ratatoskur 2025

Hefðbundið skólahald víkur fyrir óhefðbundnara námi og upplifunum af ýmsu tagi dagana 13. og 14. mars. Löng hefð er fyrir menningardögum í MA að vori og ganga þeir jafnan undir nafninu Ratatoskur. Kennt verður samkvæmt stundaskrá til klukkan 9:40 þessa tvo daga. Frá og með löngu frímínútum verður boðið upp á fjölbreytt námskeið og samverustundir sem sumar hverjar fela í sér góða hreyfingu. Má þar nefna danskeppni, skíðaferðir og frískandi morgungöngu. Er þó fátt eitt upptalið.