Nemendur í Línulegri algebru (STÆ3L050) unnu nýlega skemmtilegt verkefni sem Valdís Björk Þorsteinsdóttir kennarinn þeirra segir hér frá. Þeir leystu dæmi úr námsefninu, en lausn dæmisins gaf þeim GPS hnit á felustöðum sem komið hafði verið fyrir úti í bæ. Nemendurnir þurftu svo að sanna að þeir hefðu leyst þrautina með því að senda inn mynd af sér með innihaldi felustaðarins.

Verkefnið byggir á vefsíðunni GeoCaching.com, sem er alþjóðlegur ratleikur. Úti um allan heim má finna felustaði sem búið er að skrá inn í kerfið og hægt er að finna með aðstoð GPS.