- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri, LMA, frumsýnir söngleikinn Rauðu mylluna í Sjallanum fimmtudaginn 16. apríl klukkan 20.00.
Rauða myllan er leikgerð Garúnar leikstjóra eftir sögu Baz Luhrmann, en margar leikgerðir eru til um efni sögunnar, lífið í hinni alræmdu Rauðu myllu í París, svo og hin litríka kvikmynd, sem sýnd var við miklar vinsældir fyrir fáum árum.
Nemendurnir sem standa að sýningunni eru um 80 talsins, leikarar, dansarar, söngvarar, tónlistarfólk og herinn baksviðs, sem sér um að allt gangi upp sem ganga skal upp.
Á undanförnum vikum hefur verið unnið hörðum höndum að því að setja Rauðu myluna á svið og svo vel vildi til að Sjallinn, hið aflagða en landsfræga djammhús fékst til að vera umhverfi Rauðu myllunnar, sem þekkt var fyrir hið ljúfa líf í margfaldri merkingu þess orðs.
Félagar í LMA lofa kröftugri, metnaðarfullri og magnaðri sýningu.
Frumsýning á Rauðu myllunni verður 16. apríl klukkan 20.00, eins og fyrr segir. Þegar hafa verið auglýstar þrjár aðrar sýningar, föstudaginn 17. apríl og svo fimmtudag og föstudag 23. og 24. apríl.
Hægt er að kaupa miða beint á netinu á slóðinni http://www.huginnma.is/is/kaupa-mida-a-raudu-mylluna en miðar eru aulk þess seldir í löngu frímínútum og hádegishléum í Kvosinni.