Herbergi á Gömlu vistum
Herbergi á Gömlu vistum

Þessa dagana eru 110 ár síðan sett var reglugerð um skólann okkar, sem þá hét Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Þar á meðal eru Reglur um tilhögun heimavista í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, gefnar út af stjórnarráði Íslands 4. júlí 1906, undirritaðar af Hannesi Hafstein og Jóni Magússyni.

Á þessum árum voru yngstu nemendur mun yngri en nú en þeir elstu jafnvel mun eldri. Á skólaárinu 1904 voru nemendur alls 68 og 8 af þeim voru stúlkur. Fyrir þeim flestum lá að setjast í samfélag heimavistarinnar og semja sig að nýjum reglum, sem hér má sjá. Baðreglur skólans komu svo fyrir manna sjónir fimm árum síðar, þar sem heimanemendur fengu að fara í kerlaug í skólanum einu sinni í mánuði og máttu vera þar að hámarki 25 mínútur í senn. Þá var hægt að fara í skúrabað (shower), sem við köllum sturtu, og um það sagði: "Skúraböðin í leikfimishúsinu eru öllum nemendum til afnota. Við lok hvers leikfimistíma skal hver nemandi steypa yfir sig einni skúr, er ekki vari þó lengur en 12 sekúndur." Um það mætti segja: "Þetta var örstutt bað" enda var þetta köld vatnsgusa.

Gaman væri ef nemendur okkar nú reyndu að para sig við þessar reglur heimavistar:

Heimavistarreglur