4X með reiknitíma í H5 á þriðjudögum
4X með reiknitíma í H5 á þriðjudögum

Nemendur sitja sveittir og reikna eftir að skólatíma lýkur á daginn. Nemendur í 4. bekk eðlisfræðibrautar, 4X, bjóða upp á stoðtíma í stærðfræði alla þriðjudaga eftir skóla. Þessi þjónusta hefur verið í boði í nokkur ár. Aðsóknin er mikil, tugir nemenda í neðri bekkjum sækja í sjóði þeirra sem elstir eru, stundum duga tvær þétt setnar stofur ekki til. Því hafa X-ararnir ákveðið að bjóða líka upp á stoðtíma í stærðfræði á fimmtudögum.

Á myndinni eru nemendur í 4X að segja til í þétt setinni stofu á þriðjudaginn var.