Kári Gautason
Kári Gautason

Ritgerð Kára Gautasonar í 4T, um Charles Darwin, sem hann hlaut verðlaun fyrir á síðasta skólaári, hefur nú verið birt í Náttúrufræðingnum, tímariti Hins íslenska náttúrufræðifélags. Það er svo sem ekki á hverjum degi sem ritgerðir menntaskólanema birtast í virtum tímaritum, en ritgerð Kára, Darwin og áhrif þróunarkenningar hans á vísindi og samfélög, var mjög svo rómuð af dómendum í samkeppninni og hann hlaut fyrstu verðlaun fyrir hana.

Tímaritið Náttúrfærðingurinn er á Bókasafni MA. Myndin af Kára á gangi Gamla skóla var birt í Fréttablaðinu ásamt viðtali við hann þegar kunngjört hafði verið um úrslit ritgerðasamkeppninnar.

.