- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
ASÍ efndi i vor til hugmyndasamkeppni um ritun námsefnis um verkalýðshreyfinguna, sögu hennar, sigra og hlutverk í nútímasamfélagi undir þessari yfirskrift: Hvernig er best að fræða grunnskólanemendur um verkalýðshreyfinguna? Róbert F. Sigurðsson sögukennari við MA var valinn til að skrifa þetta kennsluefni.
Í verklýsingu fyrir samkeppnina í vor kom meðal annars fram að þekking ungs fólks á verkalýðshreyfingunni, sögu hennar og hlutverki, væri orðin lítil og nauðsynlegt að semja aðgengilegt efni til þess að fræða megi skólafólk um hreyfinguna, hvaða máli hún hefur skipt í lífi launafólks og hverju hún getur með samtakamætti fólksins fengið áorkað.
Gert er ráð fyrir að þetta verði allt að 40 blaðsíðna bók, sem gefin verður út í 5000 eintökum og dreift meðal nemenda 9. og 10. bekkjar nemenda í öllum grunnskólum landsins. Bókinni munu fylgja kennaraleiðbeiningar og verkefni handa nemendum.