- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Inntöku nemenda er lokið. Teknir voru inn í fyrsta bekk 215 nemendur sem lokið hafa 10. bekk og að auki 18 nemendur á hraðlínu, beint úr 9. bekk grunnskóla.
Umsækjendur út 10. bekk geta opnað umsókn sína og séð í hvaða skóla þeir hafa fengið skólavist í föstudaginn 24. júní kl. 11:00. Hægt er að fá sendan týndan veflykil í netpósti. Bréf frá skólanum verða sett í póst í dag, 24. júní. Greiðsluseðill fyrir innritunargjöldum mun birtast í heimabanka nemanda eða forráðamanns með gjalddaga 12. júlí og gildir greiðsla hans sem staðfesting á skólavist. Verði greiðsluseðill ekki greiddur er litið svo á að umsækjandi þiggi ekki plássið og afsali sér rétti sínum til skólavistar.
Tengill fyrir umsókn
https://framhaldsskolaumsokn.inna.is/framhaldsskolaumsokn/
Tengill fyrir veflykil
https://framhaldsskolaumsokn.inna.is/framhaldsskolaumsokn/saekja_veflykil.jsp
Brottfall nemenda í 1. bekk var í ár minna en oft áður og því verða nemendur í 2. bekk margir, rétt rúmlega 200. Alls er fyrirsjáanlegt að í haust verði nemendur skólans á bilinu 750-760 talsins, álíka margir og á því skólaári sem nýlokið er.