- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í síðustu viku kom sænskur gestakennari, Kajsa Lidfors, í dönskutíma og fræddi nemendur um Svíþjóð, sænska menningu og tungu. Hún fjallaði einnig um stöðu Íslands á Norðurlöndum og skoðanir okkar á frændþjóðunum. Er þetta liður í Nordplus verkefni sem MA tekur þátt í annað árið í röð með Hagagymnasiet i Norrköping. Um kennaraskipti er að ræða en fyrir hálfum mánuði fór Hafdís Inga Haraldsdóttir dönskukennari til Norrköping, hitti þriðja árs nemendur og sagði frá Íslandi, siðum, menningu og tungumálinu. Nemendur beggja skólanna kunna vel að meta þetta uppbrot og kemur mörgum íslensku nemunum á óvart að skilja einfalda sænsku. Kennslan fór þó að miklu leyti fram á ensku en með sænsku ívafi þó.