Það hefur verið áberandi í skólalífnu undanfarnar vikur að nemendur í félagsfræðibekkjum og valgreinum hafa staðið fyrir margvíslegri dagskrá, jafnan til að styrkja gott málefni eins og veik og hungruð börn á stríðshrjáðum svæðum og einnig hafa verið kynnt samtök á borð við Unifem. Það er gott að sjá að ungt fólk sem lifir við góð kjör, eins og hér, sér hjá sér þörf fyrir að leggja þeim lið sem þurfa. Stundum hefði aðsókn á samkomur mátt vera meir, en þá er líka til þess að taka að þegar svona samkomur og styrktartónleikar eru mjög oft á stuttum tíma hefur það áhrif á þátttöku, því allt kostar peninga. En starfið við dagskrá af þessu tagi er lærdómsrikt.

.