Menntaskólanum á Akureyri er eins og öðrum skólum gert að draga saman kostnað. Aðgerðir til sparnaðar taka mið af því að skerða ekki nám og kennslu, skaða ekki félagsstarf nemenda og verja störf starfsmanna skólans.

Til þess að ná fram sparnaði verður haft strangt aðhald í eignakaupum og rekstri skólans. Störf námsgreinarstjóra hafa verið lögð niður svo og störf nokkurra verkefnastjóra. Bekkir eru jafnfjölmennari en verið hefur, færri fámennir bekkir. Felldar verða niður skálaferðir nemenda 1. bekkjar. Yfirvinna starfsmanna dregst mjög saman og laun stjórnenda og margra starfsmanna hafa verið lækkuð. Þá hefur verið ákveðið að taka gjald af nemendum sem taka endurtökupróf.

Hluti af sparnaðaraðgerðum skólans er að segja upp samningum við Microsoft um afnot af hugbúnaði og taka upp opinn hugbúnað, Linux stýrikerfi og Open Office notendabúnað. Kennarar og starfsmenn aðrir eru þessa dagana að venjast þessum nýju vinnuaðstæðum.

.