Allt starfsfólk Menntaskólans á Akureyri verður á samráðsfundi um nýja námskrá skólans í Sveinbjarnargerði eftir hádegi á morgun, miðvikudag.

Að  þessu sinni verður fjallað sérstaklega um Íslandsáfangann svokallaða, þar sem tvinnaðar verða saman nokkrar námsgreinar við upphaf náms, velgengnisdagana, sem eru nýjung í skólastarfinu, kjörsviðin í hinni nýju námskrá og samtvinnun þeirra og loks um fyrirhugaða lokaáfanga eða lokaverkefni, sem vonir standa til að feli í sér yfirlit um námið á einhverjum sviðum.

Lagt verður af stað frá Gamla skóla klukkan 12.15 og áætluð heimsferð frá Sveinbjarnargerði er klukkan 16.30

.