MA 2009
MA 2009

Stjórnendur og námskrárvinnuhópur Menntaskólans á Akureyri héldu suður í gær á fund við stýrihóp Menntaskólans við Sund. Skólarnir hafa verið í samstarfi við innleiðingu nýrra framhaldsskólalaga. Að sögn Valgerðar S. Bjarnadóttur verkefnisstjóra um gerð nýrrar námsrár fyrir MA, er þetta í þriðja sinn sem hóparnir hittast á sameiginlegum vinnufundi. Unnið hafi verið stíft í gær, þar sem fulltrúar beggja skóla hefðu kynnt þær áherslur og breytingar sem fyrirhugaðar eru. Mest hafi verið rætt um brautir og markmið þeirra en einnig verkefnamiðað nám og samþættingu, svo eitthvað sé nefnt. Þetta samstarf hefur að sögn Valgerðar gefist vel og ætlunin er að vinnuhóparnir hittist að minnsta kosti einu sinni á vorönn.

.