- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur og kennarar í menningarlæsi gerðu sér glaðan dag í Kjarnaskógi á síðasta kennsludegi vorannar. Eftir grisjun í skóginum undanfarin misseri biðu gestanna úr MA ærin verkefni. Dagskráin hófst á góðri vinnulotu þar sem trjágreinum var safnað saman og heilu trjádrumbarnir bornir á milli staða vítt og breitt um skóginn. Allt var unnið undir handleiðslu starfsmanna Kjarnaskógar. Eftir burðinn gæddu sjálfboðaliðarnir sér á pizzu. Veðrið var gott, skógurinn veitti skjól gegn kaldri golunni og sólin lét sjá sig. Skemmtileg samvera í fallegu umhverfi og pizzaveisla að loknu góðu dagsverki. Betra verður það ekki.