- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í vetur hafa nemendur sinnt hvoru tveggja saumaskap og lestri og þessa dagana hanga syðst í Kvosinni verk þeirra, kjólar, buxur, og jafnvel jakkar. Það má því segja að stúlkurnar (vegna þes að í ár voru bara stúlkur í saumaskapnum) hjá Helgu Árnadóttur hafi unnið gott og litríkt verk og þær hafa örugglega sinnt lestrinum líka og falla því væntanlega ekki í flokk með Tótu litlu tindilfættri, því "saumaskap og lestri sinnti hún ekki par," eins og segir í gömlu söngljóði eftir Gústaf A. Jónasson.
Á sama tíma eru skúlptúrar úr afgangspappír í gluggunum á Hólagangi og skreyta gólfið með skuggum sínum þegar sólin lætur sjá sig á suðurhimninum.