Þuríður Helga Ingvarsdóttir spilar Schubert á Sal í Gamla skóla
Þuríður Helga Ingvarsdóttir spilar Schubert á Sal í Gamla skóla

Tónleikar á Sal í Gamla skóla halda áfram í samvinnu Skólafélagsins Hugins og Tónlistarskólans á Akureyri. Þuríður Helga Ingvarsdóttir í 3. bekk XY lék á fiðlu í löngu frímínútunum í dag Konsert í D-dúr eftir Franz Schubert. Helga Bryndís Magnúsdóttir lék undir á píanó.

Á miðvikudaginn var söng Jónína Björt Gunnarsdóttir í 4. bekk G lög úr söngleikjum við undirleik Daníels Þorsteinssonar, en þá var söngleikjavika í Tónlistarskólanum.

Næstu tónleikar verða á miðvikudaginn kemur í Löngu frímínútum.

.