- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nú á síðasta kennsludegi varð sá viðburður í tíma í líffræði að þar var krufið lamb, sem kom vanskapað í heiminn. Hér er frásögn og myndir af því.
Það bar svo við fyrr í mánuðinum að ær ein í Grýtubakkahreppi bar síamslambhrúti. Greyið var mjög vanskapað og lifði ekki, en Margrét Ösp Stefánsdóttir líffræðikennari kom með það í skólann og krufði það í tima hjá 3. bekk. Þetta var í meginatriðum sýnikennsla og jafnframt því rannsókn á ástandi lambsins.
Lambið hafði eitt höfuð en átta fætur. Í ljós kom við krufninguna að það hafði eitt hjarta og einn maga. Þarmarnir voru tvískiptir og nýrun voru alls fjögur.
Margir nemendur gerðu sér ferð í líffræðistofuna og varð ekki öllum um sel, en eins og Margrét sagði létu flestir sér nægja að horfa á, sumir snertu lungun og komust að því að þau voru lungamjúk.
Myndir úr krufningartímanum eru í myndasafni.