MA býður faðminn
MA býður faðminn

Nú styttist óðum í tímamót i lífi um 140 nemenda MA, sem verða braustkráðir 17. júní. Nú er komið að því að afhenda stúdentshúfur og miða á hátíðina að kvöldi þess 17. Húfurnar verða afhentar í stofu H6 á Hólum og miðasala og borðapantanir verða í stofu H7.

Þessi húfuafhending og miðasala verður núna á miðvikudag 10. júní klukkan 14 - 16 og fimmtudag 11. júní klukkan 11 - 13.

Undirbúningur brautskráningar hefur staðið yfir vikum saman, enda er þetta mikil og fjölmenn hátíð, brautskráning í Íþrótahöllinni að morgni 17. júní þar sem um það bil þúsund gestir eru jafnan saman komnir og hátíðardagskrá og kvöldverður í Höllinni um kvöldið og þar verða að þessu sinni á annað þúsund gestir. Valgerður S. Bjarnadóttir er siðameistari MA og sér um brautskráninguna en Rannveig Ámannsdóttir stýrir hátíðarsamkomunni um kvöldið.

Æfingar til undirbúnings brautskráningar verða þriðjudaginn 16. júní klukkan 16. Þar er nauðsynlegt að allir verðandi stúdentar komi.

.