- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í dag eru síðustu próf vorannar. Þá fer að sjá fyrir endann á skólaárinu. Sjúkrapróf eru á mánudag, annan í hvítasunnu, og endurtökupróf dagana þar á eftir. Þá er að baki vetur með erfiðri vorönn því verkfall kennara setti strik í reikninginn. Enda þótt hafi verið bætt við nokkrum dögum og reynt að draga úr álagi hefur það verið afar mikið bæði á kennara og nemendur og reyndar hefur mörgum gengið erfiðlega að ná upp vinnutakti að verkfalli loknu.
Framundan er sumar og sólskin, að minnsta kosti gefa þessir dagar það til kynna. Vonandi koma allir ferskir og frískir til starfa í haust.
Skólanum verður slitið samkvæmt hefð 17. júní. Mikið tilstand er í kringum skólaslitin og endurkomu gamalla nemenda skólans, júbílantanna, sem flykkjast hingað í hudraðatali helgina 14. og 15. júní og halda sína stórhátíð, MA-hátíðina, að kvöldi 16. júní.