Nemendur í menningarlæsi fóru í ferð til Siglufjarðar í dag. Þetta var náms- og vinnuferð í Sildarminjasafninu með hádegishléi og söngstund í kirkjunni og einleik Þórarins Hannessonar í Bátahúsinu í lokin.

Nemendur stóðu fyrir prýðilega heppnaðri söngdagskrá í kirkjunni og höfðu undirbúið hana vel.

Í heild var þetta góður dagur og veður hagstætt, en ferðin hafði verið á dagskrá á fimmtudaginn fyrir viku og þá gerði norðanáhláup svo slá þurfti henni á frest.

Siglufjörður 2016 nóvember Siglufjörður 2016 nóvember
Siglufjörður 2016 nóvember Siglufjörður 2016 nóvember
Siglufjörður 2016 nóvember