- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í menningarlæsi Íslandsáfangans fóru í námsferð til Siglufjarðar í dag, alls 125 ásamt 6 kennurum. Siglufjarðarferð hefur verið fastur liður í dagskrá menningarlæsihópsins frá upphafi, en á Siglufirði er fjallað um atvinnusögu og menningarsögu. Farið er á Síldarminjasafnið, Roaldsbrakka, Gránu og Bátahúsið, þá er Þjóðlagasetur Bjarna Þorsteinssonar heimsótt og farið í kirkju.
Á Siglufirði fá þessir hópar MA-nemenda mjög góðar viðtökur. Forstöðumenn Sildarminjasafnsins, Aníta Ellefsen og Örlygur Kristfinnsson kynna þeim sögu síldariðnaðarins í 65 ár og Arnar Már Arngrímsson og Sverrir Páll Erlendsson kennarar sjá um hluta af þeirri kynningu. Hópurinn fær að slaka á og njóta nestis í Safnaðarheimili kirkjunnar á kirkjuloftinu og sr. Sigurður Ægisson fræðir hópinn að því loknu um eitt og annað í sögu kirkjustarfs á Siglufirði, störf sr. Bjarna Þorsteinssonar og fleira. Sturlaugur Kristjánsson er svo jafnan nærri og stýrir hópnum í að syngja sjómannalög og fleira.
Að þessu sinni tróðu tveir hópar nemenda upp í kirkjunni og fluttu líka sjómannalög og gerða það afar vel.
Sagt er frá komunni til Siglufjarðar á vefnum Siglfirðingur.is (http://www.siglfirdingur.is/v.asp?page=251&Article_ID=2667), en hér í myndasafni er talsvert meira af myndum en þar. Sverrir Páll, Logi Ásbjarnarson og sr. Sigurður héldu aðallega á myndavélum. Kennarar í för auk þeirra sem þegar hafa verið nefndir voru Anna Sigríður Davíðsdóttir, Sigríður Steinbjörnsdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir.