- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í menningarlæsi í 1. bekk fóru til Siglufjarðar 30. apríl í náms- og kynnisferð í atvinnu- og menningarsögu. Á leiðinni til Siglufjarðar sögðu Logi Ásbjörnsson og Sverrir Páll frá því helsta sem fyrir augu bar og sá síðarnefndi sagði frá byggð í Héðinsfirði og hinu skelfilega flugslysi sem þar varð 1947 og þar hafði hópurinn mínútuþögn í minningu þeirra sem þar létust.
Á Siglufirði tóku við hópnum Steinunn M. Sveinsdóttir starfsmaður safnsins og Páll Helgason kennari og leiðsögðu um safnhúsin ásamt Arnari Má Arngrímssyni og Sverri Páli. Um hádegisbil var marathlé að vanda í Safnaðarheimilinu á kirkjuloftinu og að því loknu spjallaði sr. Sigurður Ægisson við hópinn um sögu kirkjunnar og þátt séra Bjarna Þorsteinssonar í stjórn bæjarfélagsins á sínum tíma. Sturlaugur Kristjánsson var á staðnum og spilaði undir í sjómannalagasyrpum og nemendur fluttu einnig tvö sjómannalög með glæsibrag. Því miður var að þessu sinni ekki unnt að koma við í Þjóðlagasetrinu, eins og undanfarin ár.
Skoðun var lokið og ekið heim í sólskini og blíðviðri á fjórða tímanum.