Mynd: Sigurður Ægisson
Mynd: Sigurður Ægisson

Í gær, 10. nóvember, fóru nemendur í menningarlæsi í námsferð til Siglufjarðar. Þessar ferðir eru reglulegur þáttur í námi þeirra sem tengist atvinnusögu landsins.

Áð var um stund í Héðinsfirði og sagt þar frá byggð fyrr á tímum og atburðum eins og flugslysinu mikla í Hestfjalli. Síðan var farið til Siglufjarðar þar sem skoðaðar voru sýningar Sildarminjasafnsins, farið á Þjóðlagasetrið, farið í skoðunarfeð um bæinn og safnast saman í kirkjunni, þar sem haft var hádegishlé í safnaðarheimilinu og sungin sjómannalög og fræðst um kristnihald og skipulag bæjarins.

Forsíðumyndina tók Sigurður Ægisson en aðrar myndir í Myndasafni Sverrir Páll.