- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Sigurður Bjarklind fyrrum kennari við Menntaskólann á Akureyri lést 10. febrúar. Sigurður kenndi við skólann í 40 ár, frá 1976 til 2017. Kennslugreinar hans voru líffræði og efnafræði og ýmsar skyldar greinar, svo sem líffærafræði, lyfja- og erfðafræði. Nemendur hrifust af yfirburðaþekkingu Sigurðar og innblásnum fyrirlestrum hans og hann kveikti áhuga fjölmargra á að hefja háskólanám í þessum greinum. Hann setti mikinn svip á skólann, honum fannst gaman að kenna og umgangast nemendur. Við erum þakklát fyrir að hann helgaði sig kennslu öll þessi ár og sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng lifir.