Keppendur í söngkeppni MA árið 2022 stóðu sig með stakri prýði
Keppendur í söngkeppni MA árið 2022 stóðu sig með stakri prýði

Söngkeppni MA 2022 fór fram í Kvosinni í kvöld. Fámennur hópur gesta á staðnum skemmti sér vel. Þeim mun fleiri fylgdust með keppninni í beinni útsendingu á youtube-rás Hugins. Níu atriði kepptu um hylli dómnefndar.

Kynnar kvöldsins voru þeir Sölvi Jónsson og Kristófer Daði Davíðsson. Húsbandið var ekki af verri endanum, skipað þeim Atla Þór Guðmundssyni, Áslaugu Maríu Stephensen, Hrefnu Logadóttur, Óskari Mána Davíðssyni og Þorsteini Jakobi Klemenzsyni. Dómarar voru Bryndís Ásmundsdóttir, Magni Ásgeirsson og Stefán Elí Hauksson.

Eftir skemmtiatriði var tilkynnt var um þrjú efstu sætin og vinsælasta atriðið. Úrslit kvöldsins urðu sem hér segir:

Sigurvegari kvöldsins var Þröstur Ingvarsson. Hann flutti lagið I´m still standing. Annað sæti hrepptu þeir félagar Einar Ingvarsson, Hreinn Orri Óðinsson, Kári Gautason og Örvar Óðinsson. Þeir fluttu lagið Low. Í þriðja sæti var Arna Rún Arnarsdóttir með lagið I wish. Vinsælasta atriði kvöldsins var flutningur þeirra Einars, Hreins Orra, Kára og Örvars á laginu Low.