- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Vikuna 15. - 19. apríl verða kennslustundir símalausar.
Skólameistari sendi nemendum eftirfarandi póst:
,,Dagana 15.-19. apríl verður símalaus vika í MA. Þá verður engin símanotkun leyfð í kennslustundum í þeim tilgangi að draga úr áreiti og truflun á nám og kennslu. Því miður verður það æ algengara að nemendur freistist til að nota símana í öðrum tilgangi en að sinna náminu sem bæði er truflandi fyrir þá sjálfa og í mörgum tilvikum fyrir samnemendur líka.
Í upphafi hverrar kennslustundar skulu nemendur setja símana sína í símakassa á kennaraborðinu á flugstillingu þar sem þeir verða þar til nemandinn yfirgefur stofuna. Ef nemandi verður ekki við því að setja símann í kassann þá biðjum við viðkomandi um að fara út úr kennslustofunni. Nemendur eru líka beðnir um að vera snöggir að setja símana í kassana og ekki bíða eftir því að kennari segi þeim að gera það.
Verkefnið stendur yfir í viku og að því loknu verður árangurinn af því metinn.
Vonandi verður mikil og góð samstaða um að þetta gangi vel því það er ykkar hagur að nýta kennslustundir vel til náms."