MA nemendur í Hofi
MA nemendur í Hofi

Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð nemendum MA á tónleika í Hofi í dag. Á sama tíma horfðu nemendur 2. bekkjar á leiksýningu um efni Eddukvæðanna í Kvosinni.

Nemendur í 1. 3. og 4. bekk örkuðu eftir hádegið niður í Hof og hlýddu þar á Sinfóníuhljómsveit Íslands leika undir stjórn Daníels Bjarnasonar, en hljómsveitin leikur þar á tónleikum í kvöld. Sagt er frá þessu á vef Hofs, menningarhúss, sjá hér.

Á sama tíma fór Möguleikhúsið með sýninguna Völuspá fyrir nemendur 2. bekkjar í Kvosinni í MA. Þetta er leikgerð Þórarins Eldjárn, en nánar má lesa um sýninguna hér. (http://www.moguleikhusid.is/moguleikhusid/leiksyningar/voluspa/)

Myndin er tekin að láni af vef Hofs.