Hugleiðslan í aðsigi
Hugleiðslan í aðsigi

Á Þorrastefnu í gær komu tveir menn og fræddu kennara og starfsfólk um sjálfsmynd og marmiðasetningu og um hugleiðslu og gagnsemi hennar. Þetta voru annars vegar Þorgrímur Þráinsson, sem fjallaði um lífsgæði, jákvæðni, mótun sjálfsmyndar og markmiðasetningu, en hann hefur á undanförnum árum farið milli skóla og rætt þessi mál við tíundubekkinga. Hins vegar kom Andreas Baumgartner og ræddi um eflingu hugans, hugleiðslu og gagnsemi hennar og ekki síst það að hafa tök á hugsun sinni til að beita henni til betra lífs og líðanar.

Að loknum þessum erindum fór meiriluti starfsmanna með Baumartner og tók eina æfingu í slökun og grunnatriðum hugleiðslu í íþróttahúsi skólans.