Sjóður 25 hollvinasjóður MA
Sjóður 25 hollvinasjóður MA

Stúdentar MA 1984 sem í ár halda upp á 25 ára stúdentsafmælið hafa stofnað hollvinasjóð Menntaskólans á Akureyri sem ber nafnið Sjóður 25.

Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýsköpun í skólastarfi Menntaskólans á Akureyri.  Sjóðnum er ætlað að vera stuðningur við þróunarstarf í MA en jafnframt vettvangur fyrir nemendur og starfsmenn að leita til um önnur mál tengd skólastarfinu.

Þess er vænst að hollvinir skólans leggi sjóðnum lið á hátíðastundum í framtíðinni og stuðli þannig með fjárframlögum að vexti og viðgangi skólans.

Myndirnar voru teknar um hádegi í dag þegar Árni Helgason, Sigrún Viktorsdóttir og Þuríður Árnadótir fulltrúar 25 ára stúdenta undirrituðu stofnskrá Sjóðs 25 og afhentu Jóni Má Héðinssyni skólameistara.

.