- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Skák hefur ekki verið ýkja áberandi innan MA undanfarin misseri þótt afburða skák- og keppnisfólk hafi vissulega verið í hópi nemenda. Nú er hins vegar að verða breyting á og SkákMA að verða til og eflast. Skólinn keypti nýverið tíu skáksett og fimm skákklukkur sem verður dreift um skólann fyrir nemendur og starfsfólk. Vígsluathöfnin fór fram í morgun þegar slegið var upp skákmóti í 1. bekk X. Þeir sem voru óöryggir í mannganginum fengu hraðkennslu hjá Jóhanni eðlis- og stærðfræðikennara meðan á mótinu stóð.
Forvígisfólk SkákMA segir að það sé mikill áhugi á skák, ekki síst meðal starfsfólks. Þau stefna á að kynna skákina og starf SkákMA í löngu frímínútum innan tíðar, bjóða upp á skákkennslu og ekki er heldur ólíklegt að verði fleiri skákmót í öðrum bekkjum. Þau segja mikilvægt að koma SkákMA á framfæri og gera það að opinberu félagi innan skólans en enn sem komið er vinna þau bakvið tjöldin í reykfylltu bakherbergi, að eigin sögn.