- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nú eru nýafstaðnar skálaferðir 1. bekkinga en ferðirnar hafa verið endurvaktar eftir nokkurt hlé. Ferðirnar lögðust af vegna niðurskurðar á kostnaði skólans, en svo miklu þótti nemendum og aðstandendum þeirra skipta að þær væru farnar að nú er efnt til þeirra á ný með þátttöku foreldranna.
Líkt og áður er það Hólavatnsskáli sem hýsir nemendur í þessum ferðum sem þeir taka þátt í að skipuleggja sjálfir. Skálaferðirnar eru prýðileg leið til þess að hrista bekki saman og gefa krökkunum færi á að kynnast betur auk þess að komast hjá kristilegum háttatíma og detta í sælgætisát, orkudrykki eða aðra óhollustu. Ferðunum tilheyrir einnig hreyfing, hvort sem það er "Twister" í matsalnum eða göngutúrar og leikir í skemmtilegu umhverfi. Nemendur hafa þó sjálfsagt mismikið notið útsýnis í svartasta myrkrinu, sérstaklega í bland við draugasögurnar.
Í ferðunum var lítið sofið, mikið spilað og enn meira hlegið. Þær eru vonandi komnar (aftur) til að vera, segir Ingvar Þór Jónsson umsjónarkennari, sem sendi þessa mynd úr skálaferð 1. bekkjar I.