Fríða Ísberg ræddi við nemendur um smásöguna Prófíl
Fríða Ísberg ræddi við nemendur um smásöguna Prófíl

Nemendur og kennarar í menningarlæsi fengu góða heimsókn í dag þegar Fríða Ísberg spjallaði við fjóra nemendahópa í fjórum aðskildum stofum í gegnum fjarfundabúnað. Smásaga Fríðu, Prófíll er hluti af námsefni áfangans en þar segir frá fatahönnuðinum Sesselíu sem þrífst á viðurkenningu frá samfélagsmiðlum.

Nemendur höfðu lesið um raunir Sesselíu áður en skáldið talaði og leiddi þá í allan sannleik um söguna á bak við smásöguna. Í lok heimsóknar svaraði Fríða spurningum nemenda um söguna, hvernig er að starfa sem rithöfundur og álit hennar á samfélagsmiðlum. Prófíll tilheyrir smásagnasafninu Kláði sem kom út árið 2018.