- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Húsfyllir var í Kvosinni í kvöld þegar söngkeppni MA fór fram. Keppnin var öll hin glæsilegasta enda hafa nemendur lagt nótt við dag í undirbúning auk fagfólks á sviði tæknimála. Húsband MA, meðlimir úr TóMA, tónlistarfélagi skólans, lék undir og alls tóku hvorki meira né minna en 13 atriði þátt. Kynnar kvöldsins voru úr röðum nemenda og skemmtu fólki með söng og gleði á milli atriða. Keppnin var send út í beinu streymi. Áhorfendur völdu vinsælasta atriðið og það voru piltarnir úr SviMA sem hlutu þann heiður.
Dómnefndin fékk það erfiða verkefni að velja sigurvegara en í nefndinni sátu Anna Skagfjörð, Gísli Rúnar Víðisson og Sumarliði Helgason. Í þriðja sæti var Íris Alma Kristjánsdóttir úr 1.L, í öðru sæti Heiðdís Pála Áskelsdóttir úr 1.F og það var svo hljómsveitin Skandall sem sigraði keppnina en þær eru allar í þriðja bekk. Hljómsveitina skipa Inga Rós (söngur), Sóley Sif (trommur í þetta sinn), Helga (bassi), Margrét (rafmagnsgítar) og Kolfinna Ósk (hljómborð). Sólveig Erla, meðlimur hljómsveitarinnar, var fjarverandi vegna æfinga fyrir Gettur betur.
Til hamingju, öll sem eitt, með frábæran árangur og glæsilega keppni.